Vits er þörf þeim er víða ratar, segir í Hávamálum. Ég tók þessum orðum svo alvarlega að ég fór ekki til útlanda fyrr en ég var orðinn fullra 28 ára og kominn með háskólagráðu. Þá loksins hleypti ég heimdraganum og fór í framhaldsnám til Edinborgar í Skotlandi og dvaldi þar í tvö ár. Edinborg er yndisleg borg og þar leið mér virkilega vel.
Síðan hef ég farið víðar um heiminn, en eingöngu um Evrópu, ef frá er talin ein ferð til New York í Bandaríkjunum. Ein eftirminnilegasta ferðin var farin sumarið 2006, en þá fór ég ásamt Guðnýju í mikla Evrópureisu sem hófst og endaði í Friedrichshafen í Þýskalandi og barst til Sviss, Frakklands, Ítalíu, Austurríkis og Lichtenstein áður en yfir lauk.
Hér að neðan hef ég, með aðstoð 3pulse.com, kortlagt þau lönd sem ég hef heimsótt.